Dæling loks hafin
Olíudæling er loks hafin úr Wilson Muuga en átta menn eru um borð og hafa verið þar síðan í gær að sögn ruv.is.
Um tíu manns hafa unnið í landi við leiðslurnar sem flytja olíuna. Ekki er hægt að segja til um hvenær dælingu lýkur.
Stefán Einarsson, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir dælingu ganga vel og ekki ástæða til að óttast umhverfisslys úr þessu.
www.ruv.is