Dældu 20 tonnum af svartolíu úr Wilson Muuga
Allt að 20 tonnum af svartolíu hefur verið dælt upp úr lest Wilson Muuga í gær og í nótt.
Þyrla Lanhdhelgisgæslunnar er að flytja kerin frá borði til lands og áfram verður dælt fram eftir degi í dag. Þá hafa náðst samtals um 50 tonn af svartolíu úr botntönkum skipsins.
Má áætla að í allt hafi á milli 10- 20 tonn af svartolíu lekið úr skipinu er það strandaði auk 14 tonan af dísilolíu, samkvæmt því sem fram kemur á vef Umhverfisstofnunar. Þar segir að hugsanlega sé einhver olía ennþá í tönkun skipsins. Gera megi ráð fyrir að einhver olía hafi lekið úr skipinu að undanförnu á háfjöru, þó tæplega meira en nokkur hundruð lítrar.
Í fjörunni í grennd við strandstað er olíumengað þang. Búið er að flytja á staðinn kör sem ætlunin er að moka þaranum upp í og flytja á brott. Verður það verk unnið af sjálfboðaliðum og í samvinnu við heilbrigðiseftirlit á staðnum.
Mynd: elg.