Dæla úr sökkvandi báti í Njarðvíkurhöfn
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja eru þessa stundina að dæla sjó úr sökkvandi báti í Njarðvíkurhöfn. Tilkynnt var um að Álftafell, sem er 30 tonna fiskibátur, væri að sökkva í höfninni. Sem betur fer var að fjara út og sat báturinn orðið í botni þegar að var komið. Mikill sjór var í bátnum, sem er vélarvana og beið þess að komast í slipp í Njarðvík. VFmynd/hilmarbragi