Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dæla „bláa lóninu“ í sjóinn við Grindavík
Fimmtudagur 6. nóvember 2014 kl. 10:29

Dæla „bláa lóninu“ í sjóinn við Grindavík

HS Orka hf. hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir affallslögn frá Svartsengi til sjávar. Fyrirhuguð lögn er alls um 4,5 km að lengd.

Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar frá árinu 2012 og er fráveitulögn fyrir affallsvatn frá niðurdælingarsvæði við orkuverið í Svartsengi til sjávar ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og er því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Grindavíkur leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt, en leggur til að það verði bundið þeim skilyrðum að belti fyrir uppgrafið efni meðfram fyrirhugaðri lögn verði fjarlægt og raski verði haldið í lágmarki.

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfið og leggur áherslu á að framkvæmdaleyfið verði skilyrt með sömu skilyrðum og nefndin leggur til.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024