Dægurlagasystkinin heiðruð
Minning dægurlagasystkinanna frá Merkinesi í Höfnum, Elly og Vilhjálmur Vilhjálmsbörn, var heiðruð á Ljósanótt í Reykjanesbæ, þegar afhjúpað var stjörnuspor í stéttinni framan við veitingahúsið Ránna í Keflavík. Þetta er þriðja stjörnusporið sem afhjúpað er við Hafnargötuna, en áður hefur Hljómum og Gullaldarliði Keflavíkur í knattspyrnu verið veitti stjörnuspor.
Fjölmenni var viðstatt athöfnina þegar stjörnusporið var afhjúpað. Ættingjar og velunnarar systkinanna tóku formlega við sporinu. Við sama tækifæri var tilkynnt að hópur tónlistarfólks, ættingja og velunnara hafi stofnað til félagsskapar sem hefur það að markmiði að heiðra minningu systkinanna frá Merkinesi með því að reisa þeim veglegan minnisvarða við fæðingarstað þeirra í Höfnum á Reykjanesi. Kom fram við athöfnina að stjörnusporið væri því aðeins lítið spor að einhverju stærra en gert er ráð fyrir því að minnisvarðinn verði reistur næsta vor.
Mynd: Frá afhjúpun stjörnusporsins framan við veitingahúsið Ránna sl. laugardag.
Fjölmenni var viðstatt athöfnina þegar stjörnusporið var afhjúpað. Ættingjar og velunnarar systkinanna tóku formlega við sporinu. Við sama tækifæri var tilkynnt að hópur tónlistarfólks, ættingja og velunnara hafi stofnað til félagsskapar sem hefur það að markmiði að heiðra minningu systkinanna frá Merkinesi með því að reisa þeim veglegan minnisvarða við fæðingarstað þeirra í Höfnum á Reykjanesi. Kom fram við athöfnina að stjörnusporið væri því aðeins lítið spor að einhverju stærra en gert er ráð fyrir því að minnisvarðinn verði reistur næsta vor.
Mynd: Frá afhjúpun stjörnusporsins framan við veitingahúsið Ránna sl. laugardag.