D-listinn með fimm í Garði
	D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra fékk fimm bæjarfulltrúa í Garði og N-listi nýrra tíma fékk tvo bæjarfulltrúa.
	
	Kjörsókn í Garðinum var 67% en 673 greiddu atkvæði. Auðir voru 17 og 2 ógildir og því voru 654 gild atkvæði.
	
	Fimmti maður D-lista stóð þó tæpt því nýju framboði, Z-listanum, vantaði aðeins 5 atkvæði til að fella fimmta mann D-lista.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				