Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

D-listinn kynnir framtíðarsýn til ársins 2010
Þriðjudagur 9. maí 2006 kl. 13:43

D-listinn kynnir framtíðarsýn til ársins 2010

„Tími til að lifa og njóta“, er yfirskrift stefnuskrár sem D-listinn í Reykjanesbæ var að gefa út í veglegu kynningarriti og kynnt var í hádeginu í dag af þeim frambjóðendum sem skipa efstu sæti listans.
Í ritinu er að finna það sem D-listinn kallar framtíðarsýn til árins 2010 og er víða drepið niður fæti hvað málefni varðar.

Árni Sigfússon, sem leiðir D-listann, fylgdi stefnuskránni úr hlaði þar sem hann kom inn á helstu áherslumál listans og hvaða málum hefði verið framfylgt á kjörtímabilinu. Má þar nefna hóflegt gjald fyrir máltíðir í grunnskólum, frístundaskóla að loknum skóladegi, gjaldfríar strætisvagnaferðir, styrki til íþróttafélaga og frítt í sund. Árni gat þess að engir biðlistar væru eftir leikskólaplássi í Reykjanesbæ og að áfram yrði miðað við að öllum 2ja ára börnum byðist heilsdagsvistun á leikskóla, auk þess sem gjald fyrir leikskóla lækkar.

„Áfram verður unnið eftir þeirri stefnu að fjölga styrkum stoðum í atvinnumálum. Alþjóðaflugvöllur, iðnaðarsvæði í Helguvík, orkuvinnsla, ferðaþjónusta og íþrótta- og heilsutengd þjónusta, auk menningarverkefna, s.s. tónlistar, verða undirstöður í atvinnuþróun svæðisins", segir í kynningarritinu.

Mynd: Frambjóðendur D-listans í Reykjanesbæ kynntu stefnuskrá sína í hádeginu. VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024