D-listinn í Garði samþykktur
– „Fólk með mikla reynslu af bæjarmálum í bland við nýtt fólk“
Framboðslisti D-lista sjálfstæðismanna og óháðra í Garði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar þann 31. maí hefur verið samþykktur. Listann skipar fólk með fjölbreytilegan starfsbakgrunn og margvíslega menntun.
Á listanum er fólk með mikla reynslu af bæjarmálum í bland við nýtt fólk sem stígur nú sín fyrstu skref á þeim vettvangi.
Listinn er skipaður sem hér segir:
1. Einar Jón Pálsson, tæknifræðingur og bæjarfulltrúi.
2. Jónína Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi.
3. Gísli Rúnar Heiðarsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
4. Einar Tryggvason, vinnuvélastjórnandi og bæjarfulltrúi.
5. Brynja Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi.
6. Björn Bergmann Vilhjálmsson, verkamaður.
7. Bjarki Ásgeirsson, kennari.
8. Svava Guðrún Hólmbergsdóttir , atvinnuleitandi og húsmóðir.
9. Hafrún Ægisdóttir, leikskólakennari.
10. Sigurður Smári Hansson, nemi.
11. Ingibjörg Lilja Hólmarsdóttir, leiðbeinandi.
12. Guðmundur Magnússon, kvikmyndagerðamaður.
13. Ólafur Róbertsson, rafvirki.
14. Ásmundur Friðriksson, þingmaður.