Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

D-listinn endaði með 57,9% atkvæða
Sunnudagur 28. maí 2006 kl. 01:48

D-listinn endaði með 57,9% atkvæða

Sjálfstæðisflokkurinn endaði með 57,9% atkvæða í Reykjanesbæ, fær sjö bæjarfulltrúa og bætir við sig einum. A-listi, sameiginlegur listi Framsóknarflokks og Samfylkingar, fékk 34,1% atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa.

Vinstri Grænir fengu 5,3% atkvæða, Frjálslyndir og óháðir fengu 2,1% og Reykjanesbæjarlistinn 0,6%. Ekkert þessara þriggja framboða nær inn manni. Alls voru greidd 6403 atkvæði en 8082 voru á kjörskrá.

Mynd: Sjálfstæðisfólk í Reykjanesbæ fagnar fyrstu tölum í kvöld. VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024