D listi fengi sjö bæjarfulltrúa, A listi fjóra.
Aðeins tæplega helmingur þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í Reykjanesbæ í síðustu sveitarstjórnarkosningum hyggst kjósa A listann, sameiginlegt framboð Framsóknarflokks og Samfylkingar, nú samkvæmt nýrri könnun Gallups fyrir RÚV. Meira en þriðjungur kjósenda Framsóknarflokksins 2002 ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn núna.
Talsverð hreyfing er á fylgi flokka í Reykjanesbæ en þar er raunar Sjálfstæðisflokkurinn einn flokka í framboði sem einnig bauð fram 2002. Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin buðu fram í sitthvoru lagi fyrir fjórum árum en bjóða nú fram saman undir merkjum A listans.
Samkvæmt könnun Gallup mælist Sjálfstæðisflokkurinn nú með 57,5% fylgi sem tryggir flokknum sjö bæjarfulltrúa af ellefu. A listinn fengi 32,1% og fjóra bæjarfulltrúa. Vinstri grænir fá 6,4% í könnuninni, Frjálslyndir og óháðir 3,1% og Reykjanesbæjarlistinn 0,9%. Ekkert þriggja síðastnefndu framboðanna nær manni í bæjarstjórn.
Athyglisvert er að tæplega helmingur þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum ætlar að kjósa A listann nú. 37% þeirra ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og 10% Vinstri græna. Þrír fjórðu þeirra sem kusu Samfylkinguna síðast kjósa A listann nú, fjórðungur leitar annað, flestir til Sjálfstæðisflokksins. 86% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn fyrir fjórum árum ætla að kjósa hann aftur.
Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins og þingmaður Reyknesinga undrast niðurstöðuna og hefur fáar skýringar á reiðum höndum.
Næsti maður inn í bæjarstjórn er áttundi maður Sjálfstæðisflokks á kostnað fjórða manns A listans. Samkvæmt Gallup þurfa þó verulegar breytingar að verða á fylgi listanna til að skipting bæjarfulltrúa breytist.
1.000 manns voru í úrtakinu og svarhlutfallið var 58,3%. Tæplega 6% eru enn óviss um hvað þau ætla að kjósa.
Af vef Ríkisútvarpsins: www.ruv.is
Talsverð hreyfing er á fylgi flokka í Reykjanesbæ en þar er raunar Sjálfstæðisflokkurinn einn flokka í framboði sem einnig bauð fram 2002. Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin buðu fram í sitthvoru lagi fyrir fjórum árum en bjóða nú fram saman undir merkjum A listans.
Samkvæmt könnun Gallup mælist Sjálfstæðisflokkurinn nú með 57,5% fylgi sem tryggir flokknum sjö bæjarfulltrúa af ellefu. A listinn fengi 32,1% og fjóra bæjarfulltrúa. Vinstri grænir fá 6,4% í könnuninni, Frjálslyndir og óháðir 3,1% og Reykjanesbæjarlistinn 0,9%. Ekkert þriggja síðastnefndu framboðanna nær manni í bæjarstjórn.
Athyglisvert er að tæplega helmingur þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum ætlar að kjósa A listann nú. 37% þeirra ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og 10% Vinstri græna. Þrír fjórðu þeirra sem kusu Samfylkinguna síðast kjósa A listann nú, fjórðungur leitar annað, flestir til Sjálfstæðisflokksins. 86% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn fyrir fjórum árum ætla að kjósa hann aftur.
Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins og þingmaður Reyknesinga undrast niðurstöðuna og hefur fáar skýringar á reiðum höndum.
Næsti maður inn í bæjarstjórn er áttundi maður Sjálfstæðisflokks á kostnað fjórða manns A listans. Samkvæmt Gallup þurfa þó verulegar breytingar að verða á fylgi listanna til að skipting bæjarfulltrúa breytist.
1.000 manns voru í úrtakinu og svarhlutfallið var 58,3%. Tæplega 6% eru enn óviss um hvað þau ætla að kjósa.
Af vef Ríkisútvarpsins: www.ruv.is