Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

D-listafólk biður Garðmenn að sýna stillingu
Mánudagur 14. maí 2012 kl. 14:53

D-listafólk biður Garðmenn að sýna stillingu

Bæjarfulltrúar D-listans í Garði og Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna árása sem Kolfinna S. Magnúsdóttir bæjarfulltrúi hefur mátt þola.

„Við undirritaðir fordæmum þær árásir sem bæjarfulltrúinn Kolfinna S. Magnúsdóttir hefur mátt þola og vitnað er til í umfjöllun á vef Víkurfrétta. Þær lýsingar sem lesa má í fréttinni á ekki neinn bæjarfulltrúi að þurfa að líða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þær árásir sem vísað er til eru ekki á neinn hátt á vegum D-listans og ekki þeim sem það stunda til framdráttar.

Þá biðjum við fólk í Garðinum að sýna stillingu og virða skoðanir fólks þó við séum ekki öll sammála þeim.“

Undir þetta skrifa Einar Jón Pálsson, Brynja Kristjánsdóttir, Gísli Heiðarsson og Ásmundur Friðriksson.