CRI þrefaldar metanólframleiðslu í Svartsengi
Carbon Recycling International (CRI) vinnur nú að stækkun verksmiðju sinnar við jarðvarmavirkjun HS Orku við Svartsengi og þrefaldar framleiðslugetu sína á metanóli fyrir mitt næsta ár.
Nú séu framleiddar 1,7 milljónir lítra á ári en um mitt næsta ár verður framleiðslan 5,1 milljón lítra.
Þá hefur CRI á teikniborðinu að byggja tífalt stærri verksmiðju á Reykjanesi en nú er starfrækt við Svartsengi, segir í frétt í Fréttablaðinu í gær.