COVID-19: Mikilvæg skilaboð frá HSS
Á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja má sjá eftirfarandi skilaboð en nú eru flest greind Covid-smit á Suðurnesjum ef miðað er við íbúafjölda:
„Þar sem fjöldi Covid-sýkinga í samfélaginu hefur aukist síðustu daga vill HSS beina þeim tilmælum til almennings að sýna varkárni.
Nú, sem fyrr, ríður á að sinna persónulegum sóttvörnum og ef vart verður við einkenni skal bóka sýnatöku á Heilsuveru (heilsuvera.is) eða hafa samband við heilsugæslu eða vaktsímann 1700.
Mikilvægt er að fólk fari að öllu með gát ef grunur er um smit. Ekki fara til vinnu eða þar sem líkur eru á að komast í nálægð við annað fólk fyrr en niðurstöður sýnatöku liggja fyrir.“