Connie á leiðinni heim!
Stórglæsilegur farkostur, Super Connie, sem er Lockheet Constillation L-749, lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi og hefur verið í þjónustu hjá Suðurflugi í dag. Meðal annars hefur vélin verið fyllt af eldsneyti og olíu bætt á fjóra hreyfla vélarinnar. Connie er á leiðinni heim, ef svo má að orði komast en vélin er á leiðinni á safn í Hollandi en vélin hefur undanfarin ár rykfallið í Arizona-eyðimörkinni í Bandaríkjunum.Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi kl. 19:46 samkvæmt opinberri vefsíðu verkefnisins sem fjallar um "Connie Comeback". Vélin lenti hér heilu og höldnu eftir um sjö klukkustunda flug frá Goose Bay í Kanada. Með fluginu í gær flaug sex manna áhöfn vélarinnar yfir stóran hluta Atlantshafsins og hafði meðal annars frábært útsýni yfir borgarísjaka og fleira. Um tíma var líka mjög kalt um borð í vélinni þegar hitinn fór niður fyrir frostmark.
Lending vélarinnar í Keflavík markar ákveðin tímamót í verkefninu að fá Connie heim, því hér lenti hún formlega á evrópskri jörð.
Héðan fer vélin áfram áleiðis til Hollands en hún verður að endingu staðsett á flugminjasafni við Schiphol flugvöll í Hollandi. Gert er ráð fyrir að vélin fari frá Íslandi á morgun, þriðjudag.
Myndin: Super-Connie á Keflavíkurflugvelli í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Lending vélarinnar í Keflavík markar ákveðin tímamót í verkefninu að fá Connie heim, því hér lenti hún formlega á evrópskri jörð.
Héðan fer vélin áfram áleiðis til Hollands en hún verður að endingu staðsett á flugminjasafni við Schiphol flugvöll í Hollandi. Gert er ráð fyrir að vélin fari frá Íslandi á morgun, þriðjudag.
Myndin: Super-Connie á Keflavíkurflugvelli í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson