Coldplay komin til landsins
Breska hljómsveitin Coldplay var rétt í þessu að lenda á Keflavíkurflugvelli en þeir munu spila fyrir landann í Laugardalshöllinni í kvöld. Chris Martin söngvari hljómsveitarinnar sagði í samtali við Víkurfréttir að meðlimir hljómsveitarinnar hefðu ákveðið það í sameiningu að síðustu tónleikarnir á árinu yrðu á Íslandi þar sem þeir höfðu svo gaman af því síðast þegar þeir spiluðu fyrir Íslendinga en það var í fyrra.Martin sagði að þeir myndu ekki stoppa lengi á Íslandi en ferðinni væri þó heitið í Bláa-lónið. Samkvæmt bresku pressunni hefur Martin verið að hitta leikkonuna Cwyneth Paltrow og var búist við því að hún kæmi með honum hingað til Íslands. Aðspurður hvort þetta væri rétt sagði hann að þau væru bara vinir.
Óhætt er að segja að félagarnir í Coldplay láti ekki frægðina stíga sér til höfuðs því Chris Martin þótti ekkert sjálfsagðara en að koma í smá spjall við Víkurfréttir og greinilegt að þarna er sóma piltur á ferð.
Myndin: Jóhannes blaðamaður Víkurfrétta spjallaði við Chris Martin söngvara bresku hljómsveitarinna Coldplay. VF-mynd: SævarS
Óhætt er að segja að félagarnir í Coldplay láti ekki frægðina stíga sér til höfuðs því Chris Martin þótti ekkert sjálfsagðara en að koma í smá spjall við Víkurfréttir og greinilegt að þarna er sóma piltur á ferð.
Myndin: Jóhannes blaðamaður Víkurfrétta spjallaði við Chris Martin söngvara bresku hljómsveitarinna Coldplay. VF-mynd: SævarS