Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Codland og Íslenski sjávarklasinn fengu nýsköpunarstyrk
Mánudagur 25. mars 2013 kl. 09:38

Codland og Íslenski sjávarklasinn fengu nýsköpunarstyrk

Grindavíkurbær auglýsti á dögunum til umsóknar styrki til nýsköpunar og þróunar í Grindavík. Styrkumsóknirnar voru teknar til afgreiðslu í bæjarráði að loknum umsóknarfresti sem var til 15. mars síðastliðinn. Tvær umsóknir bárust. Annars vegar frá Codland og hinsvegar frá Íslenska sjávarklasanum.

Styrkirnir voru auglýstir í Víkurfréttum, Fréttablaðinu og á vef Grindavíkurbæjar. Auk þess var auglýsingin send á fyrirtækjapóstlista Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarráð samþykkir báðar umsóknirnar og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við umsækjendur.