Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 22. maí 2002 kl. 17:19

Coca-Cola bikarinn hefst í kvöld

Tveir leikir verða í fyrstu umferð Coca-Cola bikarsins í knattspyrnu í kvöld en þá spila Reynismenn við ÍH á Sangerðisvelli og Keflavík U23 mætir Gróttu á Gróttuvelli. Báðir þessir leikir hefjast kl. 20:00.Umferðin heldur svo áfram á fimmtudag kl. 20:00 en þá tekur Víðir á móti Deiglunni á Garðsvelli, Grindavík U23 mæta Úlfunum í Grindavík og Njarðvíkingar fara til Borganess og mæta þar Skallagrími.

Þess má geta að Deiglan, liðið er spilar við Víði, hefur á að skipa mjög góðu liði en þar spila m.a. Bjarki Gunnlaugsson fyrrverandi atvinnumaður með Preston í Englandi og Feyenoord í Hollandi, Alexander Högnason fyrrverandi leikmaður ÍA og lögfræðingurinn Guðmundur Oddsson sem lék með Keflavík fyrir nokkrum árum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024