CNN spáir rigningu á sunnudag
Veðurvefur CNN spáir því að það verði farið að rigna í Keflavík á sunnudaginn en á morgun verði léttskýjað. Veðurstofa Íslands spáir hins vegar alskýjuðu á sunnudag en er sammála CNN með það að í Keflavík verði léttskýjað á morgun. CNN segir að á morgun verði 17 stiga hiti, en Veðurstofa Íslands býður okkur uppá 16 stiga hita skv. ferðaveðurkorti fyrir Reykjavík.Það er því ástæða til að njóta morgundagsins, því á sunnudag verður a.m.k. orðið skýjað og hugsanlega farið að rigna.
Eigið góða helgi.
Eigið góða helgi.