Chase Manhattan í New York í ábyrgð fyrir Guðrúnu Gísladóttur KE
Eigendur nótaskipsins Guðrúnar Gísladóttir eru að ná saman því fé sem til þarf svo hægt verði að hefja aftur björgunaraðgerðir, að sögn norska blaðsins Lofotposten.Íshús Njarðvíkur sem ætlar að hífa skipið af hafsbotni varð að stöðva framkvæmdir vegna fjárskorts og fékk frest norskra stjórnvalda til hádegis á þriðjudag til að bjarga málum.
Nú segir Lofotposten að bankinn Chase Manhattan í New York ætli að gangast í ábyrgð fyrir hundruð miljóna. Og blaðið telur að einungis sé eftir að ganga frá formsatriðum áður en fjármögnun er í höfn.
Nú segir Lofotposten að bankinn Chase Manhattan í New York ætli að gangast í ábyrgð fyrir hundruð miljóna. Og blaðið telur að einungis sé eftir að ganga frá formsatriðum áður en fjármögnun er í höfn.