Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

CCP semur við Verne gagnaver
Fimmtudagur 9. febrúar 2012 kl. 17:50

CCP semur við Verne gagnaver


CCP Games, framleiðandi tölvuleiksins EVE online, flytur hluta af gagnavörslu er tengist rekstri fyrirtækisins í gagnaver Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ. Gagnaverið var formlega opnað í gær og tilkynnt var um samning við CCP í dag. Viðskiptablaðið greinir frá þessu.


Í tilkynningu segir að CCP hafi valið gagnaverið eftir að hafa kannað nokkra valmöguleika. Endurnýjanleg orka og sýnileiki orkuverðs til langs tíma var meðal þess sem hafði áhrif á ákvörðun félagsins.

CCP hefur hingað til notast mestan part við gagnaver staðsett í London. Ingvar Bjarnason, forstöðumaður upplýsingatæknisviðs CCP, segir í tilkynningunni að helsta ástæða fyrir flutningum hafi verið fyrirsjáanleg orkugjöf og hagstæður samningur um hýsingu.

Jeff Monroe, forstjóri Verne Global, segir Verne í stakk búið til þess að uppfylla skilyrði hvaða fyrirtækis sem er, hvort sem þau séu talin í kílówöttum eða megawöttum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024