Byssumaður yfirheyrður á morgun
Byssumaðurinn sem handtekinn var í kvöld að Auðnum á Vatnsleysuströnd gistir nú fangageymslur Lögreglunnar í Keflavík, en hann er grunaður um ölvun. Maðurinn ók til móts við lögreglu sem var með mikinn viðbúnað á vettvangi og gaf sig fram. Afhenti maðurinn lögreglu riffil sem hann er talinn hafa skotið úr. Samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar í Keflavík verður maðurinn yfirheyrður á morgun.
Ljósmynd: Víkingasveitarmaður í fullum herklæðum á vettvangi í kvöld.
Ljósmynd: Víkingasveitarmaður í fullum herklæðum á vettvangi í kvöld.