Byrjaðir að kæla hraunið með vatni
Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Grindavíkur og frá Isavia á Keflavíkurflugvelli eru byrjaðir að dæla vatni á hraun við varnar- og leiðigarða við Sýlingarfell í Svartsengi.
Síðustu klukkustundir hefur verið unnið að því að leggja vatnslögn frá orkuverinu í Svartsengi og að svæðinu þar sem hraunkæling er nú reynd í fyrsta skipti frá því í Heimaeyjargosinu.
Verktakar á jarðýtum hafa síðdegis verið að ýta jarðvegi á móti glóandi hrauni sem er komið yfir varnargarðinn við Sýlingarfell.