Byrjað að sprengja og dýpka í Grindavík
Í vikunni hófust dýpkunaframkvæmdir með tilheyrandi sprengingum í innsiglingunni. Hagtak hf. sér um framkvæmdrnar en dýpka á í 7,5 metra dýpi og breikka innsiglinguna. Skip fara stöðugt stækkandi og til þess að missa þau ekki frá bænum er þessi dýpkun nauðsynleg.
Sprengingarnar geta valdið óþægindum eins og lesa má um hér.
Myndin var tekin í vikunni af dýpkunarprammanum í innsiglingunni en veðrið hefur ekki alveg verið nógu hagstætt fyrir framkvæmdirnar. Myndin er fengin af vef Grindavíkurbæjar.