Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Byrjað að plokka glerið af laufskálanum
Fimmtudagur 2. mars 2006 kl. 10:45

Byrjað að plokka glerið af laufskálanum

Starfsmenn verktakafyrirtækisins Ístaks eru byrjaðir að taka gler af svokölluðum laufskála flugstöðvarbyggingarinnar. Skálinn verður stækkaður og reyndar er búið nú þegar að steypa tilheyrandi grunn undir stækkunina.

Burðarvirki verður breytt, nýtt gluggakerfi sett upp og allt gler endurnýjað. Þarna fyrir innan var áður afdrep reykingafólks í hópi brottfararfarþega á neðri hæð en uppi var seturými í grennd við barinn.

Að breytingum loknum verður gengið á þessum stað upp úr innritunarsalnum á jarðhæð að nýjum vopnaleitarhliðum á annarri hæð, áleiðis inn í brottfararsalinn.

Af vef flugstöðvarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024