Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Byrjað að kynda upp ofninn í kísilverinu í Helguvík
    Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon, með kyndla sem notaðir voru til að kveikja upp í ofninum. VF-myndir: hilmarbragi
  • Byrjað að kynda upp ofninn í kísilverinu í Helguvík
    Séð ofan í ofn kísilvers United Silicon.
Þriðjudagur 11. október 2016 kl. 14:27

Byrjað að kynda upp ofninn í kísilverinu í Helguvík

Tímamót urðu í starfsemi kísilvers United Silicon í Helguvík skömmu fyrir hádegi þegar eldur var kveiktur í fyrsta ofni kísilversins. Eldurinn þarf að loga í 60 klukkustundir áður en bræðsla á kísli hefst í kísilverinu.

Eldurinn sem kveiktur var í morgun er til að herða kísilofninn en í eldinum verður brennt timbur sem safnast hefur upp á framkvæmdatímanum í Helugvík.

Notaðir voru kyndlar og grillvökvi til að kveikja upp í ofninum en þegar framleiðsla fer í gang á næstu dögum þá verður eldsneytið annað og m.a. hleypt rafmagni á ofninn.

Nánar verður fjallað um málið í Sjónvarpi Víkurfrétta á fimmtudagskvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024