Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 10. júlí 2023 kl. 16:48
Byrjað að gjósa að nýju á Reykjanesi
Gos er að öllum líkindum hafið á Reykjanesi en gosmökkur stígur nú upp af gossvæðinu eins sést vel á vefmyndavél Víkurfrétta.
Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu en það lítur út fyrir að gosið sé á svipuðum slóðum og fyrri gos komu upp.
Fréttin verður uppfærð.