Byrja daginn á kjarngóðum morgunverði
Elstu nemendur Akurskóla í Innri Njarðvík byrja núna skóladaginn á því að fá sér kjarngóðan morgunverð í skólanum. Það að bjóða upp á morgunverð í skólanum er tilraun sem mælist vel fyrir hjá nemendum sem hafa verið duglegir að mæta tímanlega í skólann og borðað saman morgunverð sem samanstendur af hafragraut og ávöxtum, ásamt brauði og áleggi. – Nánar í Víkurfréttum á morgun.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson