Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 11. mars 2003 kl. 13:19

Byrgið til umræðu á Ríkisstjórnarfundi

Ríkisstjórnin ræddi hugmyndir að fyrirkomulagi um rekstrarstyrk til meðferðarheimilisins Byrgisins á fundi sínum í morgun. Þá ræddi hún húsnæðismál Byrgisins en samkvæmt upplýsingum úr félagsmálaráðuneytinu er enn verið að vinna í ýmsum atriðum málsins og eru mörg atriði þess enn ófrágengin. Gert er ráð fyrir að fulltrúar ráðuneytisins eigi fund með aðstandendum Byrgisins síðar í vikunni og að málin skýrist að honum loknum, segir á vef mbl.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024