Byrgið fékk 12 milljónir frá Ríkinu - og 300 þús. kr. frá VISA
Íslenska ríkið hefur veitt Byrginu tólf milljóna framlag til starfseminnar af fjárlögum ársins 2001 og var framlagið afhent í desember sl. Þá eiga Byrgis-menn og konur von á frekari fjárveitingum frá ríkinu á þessu ári.Á heimasíðu Byrisins kemur eftirfarandi fram:
Á þeim fimm árum sem Byrgið hefur starfað hefur ríkið ekki tekið mikinn þátt í starfseminni. En á þessu verður breyting á næstunni. Í desember 2001 berst Byrginu tólf miljón króna framlag á fjáraukalögum ársins 2001.
Í febrúar 2002 hækkar upphæðin sem Byrginu var ætlað á fjárlögum um tíu milljónir króna úr tveimur miljónum og fjögurhundruð þúsnund í tólf milljónir og fjögurhundruð þúsund. Þetta merkir auðvitað að starfið er að festa sig í sessi meðal þjóðarinnar og ríkisvaldið er tilbúið að veita lið með auknum framlögum sem gerir okkur kleift að halda ótrauð áfram að vinna að sýn líknarfélagsins. Sem er að koma fólki sem bíður ósigur fyrir áfengi og fíkniefnum eða verður undir í samfélaginu á fæturna á nýjan leik.
Ljósritunarvél og 300.000 kr. frá VISA
„Lengi hefur verið vitað að Byrgið eigi sér velvildarmenn í samfélaginu sem hugsa hlýlega til starfsins. Og á dögunum barst okkur vegleg gjöf. Vísa/Ísland afhenti forsvarsmönnum Byrgisins 300.000.- krónur ásamt ljósritunarvél. Báðar gjafirnar koma að góðum notum“, segir á heimasíðu Byrgisins.
Á þeim fimm árum sem Byrgið hefur starfað hefur ríkið ekki tekið mikinn þátt í starfseminni. En á þessu verður breyting á næstunni. Í desember 2001 berst Byrginu tólf miljón króna framlag á fjáraukalögum ársins 2001.
Í febrúar 2002 hækkar upphæðin sem Byrginu var ætlað á fjárlögum um tíu milljónir króna úr tveimur miljónum og fjögurhundruð þúsnund í tólf milljónir og fjögurhundruð þúsund. Þetta merkir auðvitað að starfið er að festa sig í sessi meðal þjóðarinnar og ríkisvaldið er tilbúið að veita lið með auknum framlögum sem gerir okkur kleift að halda ótrauð áfram að vinna að sýn líknarfélagsins. Sem er að koma fólki sem bíður ósigur fyrir áfengi og fíkniefnum eða verður undir í samfélaginu á fæturna á nýjan leik.
Ljósritunarvél og 300.000 kr. frá VISA
„Lengi hefur verið vitað að Byrgið eigi sér velvildarmenn í samfélaginu sem hugsa hlýlega til starfsins. Og á dögunum barst okkur vegleg gjöf. Vísa/Ísland afhenti forsvarsmönnum Byrgisins 300.000.- krónur ásamt ljósritunarvél. Báðar gjafirnar koma að góðum notum“, segir á heimasíðu Byrgisins.