Byrgið fær Efri-Brú
Í gærkvöldi var gengið frá kaupsamningi á jörðinni Efri-Brú í Grímsnesi til Ríkissjóðs Íslands fyrir milligöngu fasteignasölunnar Hóls. Þar með hafa húsnæðismál Byrgisins verið leyst. Í gær lokaði Hitaveita Suðurnesja bæði fyrir rafmagn og hita í Rockville, þar sem Byrgið hefur haft aðsetur, vegna skulda.Morgunblaðið greinir frá.