Byrgið að þrotum komið
Kristján Pálsson þingmaður lýsti áhyggjum af framtíð Byrgisins í Sandgerði í fyrirspurn á Alþingi í fyrradag. Byrgið er heimili þeirra sem lent hafa utangátta í samfélaginu t.d. vegna vímuvanda og hefur staðurinn starfað nær óslitið í 10 ár.Árið 1999 ákvað ráðherra að veita Byrginu í té húsakost Varnarliðsins í Sandgerði en þau hús voru að sögn Kristjáns í niðurníðslu þegar þau voru afhent. Hann sagði að ekki hefði verið gert ráð fyrir kostnaði við endurbætur þegar samið var um nýju húsakynnin og fyrir vikið væri Byrgið að þrotum komið fjárhagslega. Um 75 milljónir króna hefðu farið í endurbætur.
Utanríkisráðherra svaraði að vinnuhópur þriggja ráðherra ynni nú að ákvarðanatöku í málinu. Engin ákvörðun hefði verið tekin um framhaldið en varnarliðið ætti endanlega að skila af sér húsakostinum fyrir árslok 2002.
Fram kom hjá fjölda þingmanna að verulegt gagn hefði orðið að starfsemi Byrgisins og kostnaður vistunar væri mun minni en víðast annars staðar. "Ég geri mér ljóst að starfsemin á við erfiðleika að stríða en það er ekki mál utanríkisráðuneytisins þótt ráðuneytið hafi ákveðið að heimila afnot af þessum mannvirkjum vegna málefnisins," sagði utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson. Hann sagði að upphaflega hefði ekki verið gert ráð fyrir opinberum stuðningi við heimilið en slíkur stuðningur virtist nauðsynlegur.
Frétt af Vísir.is.
Utanríkisráðherra svaraði að vinnuhópur þriggja ráðherra ynni nú að ákvarðanatöku í málinu. Engin ákvörðun hefði verið tekin um framhaldið en varnarliðið ætti endanlega að skila af sér húsakostinum fyrir árslok 2002.
Fram kom hjá fjölda þingmanna að verulegt gagn hefði orðið að starfsemi Byrgisins og kostnaður vistunar væri mun minni en víðast annars staðar. "Ég geri mér ljóst að starfsemin á við erfiðleika að stríða en það er ekki mál utanríkisráðuneytisins þótt ráðuneytið hafi ákveðið að heimila afnot af þessum mannvirkjum vegna málefnisins," sagði utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson. Hann sagði að upphaflega hefði ekki verið gert ráð fyrir opinberum stuðningi við heimilið en slíkur stuðningur virtist nauðsynlegur.
Frétt af Vísir.is.