BYR leitar að húsnæði fyrir sparisjóð í Reykjanesbæ
Byr hefur ráðið til sín fjóra fyrrverandi lykilstarfsmenn SpKef Sparisjóðs og hyggur á opnun útibús á Suðurnesjum. Forstjóri Byrs segir bankann geta leikið lykilhlutverk í endurreisn sparisjóðakerfisins. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.
Landsbankinn yfirtók SpKef Sparisjóð á dögunum, en sjóðurinn var reistur á rústum Sparisjóðsins í Keflavík. Fjármálaráðherra vildi reisa SpKef sparisjóð við í fyrstu, en hann sá sjóðinn sem hryggjarstykki sparisjóðakerfisins, sem standa þyrfti vörð um. Eftir yfirtöku SpKef sparisjóðs eru tíu sparisjóðir eftir í landinu, en stofnfé fimm þeirra er í eigu ríkisins. Bankasýsla ríkisins skoðar nú þrjár möguleika varðandi sparisjóðakerfi landsins. Frekari sameiningar sparisjóða, að allir sparisjóðirnir verði sameinaðir í einn eða aðhafast ekkert.
Jón Finnbogason er forstjóri Byrs. Hann segir Byr hafi nú ráðið til sín fjóra lykilstarfsmenn Spkef og leiti húsnæðis í Reykjanesbæ til að opna þar útibú. Forstjóri Byrs, segir bankann geta leikið lykilhlutverki í endurreisn sparisjóðakerfisins. Bankinn sé byggður á sparisjóðahugsjóninni og hafi átt gott samstarf við sparisjóði landsins í gegnum tíðina, en Byr annast innlenda og erlenda greiðslumiðlun sparisjóðanna í dag, segir á vef Ríkisútvarpsins.
- Auglýsing frá BYR í Víkurfréttum í síðustu viku: http://www.vf.is/Tolublod/Sudurnes/1/1951/11/Risasida/default.aspx