BYR á Hafnargötu 90
Nú liggur það ljóst fyrir að BYR mun opna útibú í Reykjanesbæ og verður það staðsett að Hafnargötu 90. Unnið var að því fyrir helgi að koma upp skilti BYRs á húsinu.
Húsnæðið er innréttað sem bankastofnun. Þar opnaði KB banki árið 2006 en lokaði aftur í desember 2009 en þá hét bankinn Kaupþing. Nú stefnir hins vegar í að BYR opni innan skamms í húsinu en í kjölfar samruna Landsbankans og SpKef Sparisjóðs er ljóst að eitthvað af fyrrverandi viðskiptavinum eru í óvissu við hvaða bankastofnun eigi að skipta. Nokkrir af fyrrverandi starfsmönnum SpKef Sparisjóðs hafa látið af störfum við samruna sjóðsins við Landsbankann og hafið störf hjá BYR.
VF-myndir: Gunnar Einarsson