Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 7. maí 2002 kl. 11:31

Byltingarkenndur búnaður slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli afhentur

Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli fékk í dag afhentan byltingarkenndan búnað til neyðarþjónustu og þjónustu við flugvélar. Starfsmenn flugþjónustudeildarinnar hönnuðu m.a. einn búnaðinn sem er sérbúin bifreið til mælingar á hemlunarviðnámi á flugbrautum. Hlutu þeir verðlaun í hugmyndasamkeppni snjóhreinsunar- og öryggissamtaka flugvallarstarfsmanna Norður Ameríku í síðustu viku.Flugþjónustudeild slökkviliðsins fékk afhent stórt snjóruðningstæki af fullkomnustu gerð ásamt vörulyftu af nýrri gerð sem eykur aðstöðu til fermigar og affermingar flutningavéla af öllum stærðum. Vörulyfta þessi er sú fyrsta sinnar tegundar sem tekin er í notkun utan Bandaríkjanna.

Þá var einnig afhent ný Hummer bifreið, sérútbúin fyrir slökkvilið og af fullkomnustu gerð. Bifreiðinni var breytt af starfsmönnum slökkviliðsins.

Ný neyðarmiðstöð í slökkvistöðinni þjónar Keflavíkurflugvelli var einnig opnuð af Dean Kiyohara kaftein en hún er til húsa í nýrri viðbyggingu við slökkvistöðina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024