Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Byltingakenndir ljósastaurar
Fimmtudagur 14. janúar 2010 kl. 08:24

Byltingakenndir ljósastaurar


Nýju ljósastaurarnir á Grindavíkurveginum, við innkeyrsluna í bænum, eru þeir fyrstu sinnar tegundar hér á landi en þeir leggjast saman sé ekið á þá og valda því minna tjóni en hefðbundnir ljósastaurar. Að sögn Gylfa Sigurðssonar, verkefnastjóra hjá Vegagerðinni eru þessir 14 nýju ljósastaurar frá finnska fyrirtækinu Kapu, sem hefur framleitt yfir 30.000 ljósastaura þessarar gerðar síðan 1994, en þeir hafa verið settir upp á Norðurlöndum, Eystrasaltslöndunum, Bretlandi og víðar.  Þeir hafa á hinn bóginn ekki verið settir upp á Íslandi fyrr en í Grindavík nú í árslok.

Þeir uppfylla kröfur skv. staðlinum ÍST EN 12767:2007 og er vottaðir sem slíkir.  Þeir eiga einnig að ráða við mikinn vindhraða og það álag sem íslenskir vindar geta haft í för með sér.

,,Við ákeyrslu gefa staurarnir eftir og eftirgjöfinni mætti kannski best lýsa með því að þeir falli saman eða krumpist saman.  Kosturinn við þessa gerð ljósastaura er að þeir eiga að leggjast tiltölulega mjúklega yfir bifreiðina, sem ekur á þá, en kastast ekki frá henni, sem gæti valdið öðrum vegfarendum t.d. gangandi vegfarendum skaða.  Samkvæmt framleiðandanum Kapu, hefur verið ekið á slíka staura yfir 400 sinnum og hafa þeir ávallt reynst eins og til var ætlast," segir Gylfi.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Af www.grindavik.is