Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bylting í skammtímavistun barna og unglinga á Suðurnesjum
Fimmtudagur 22. mars 2007 kl. 18:18

Bylting í skammtímavistun barna og unglinga á Suðurnesjum

Skammtímavistun fyrir fötluð börn og ungmenni var vígð að Heiðarholti 14-16 í Garði á þriðjudag. Fjölmenni var viðstatt athöfnina og var það Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sem vígði húsnæðið. Þangað hefur verið flutt sú skammtímaþjónusta sem áður var í Lyngseli í Sandgerði og aukið við þjónustu. Framboð á þjónustu mun við þetta aukast úr 1000 dvalarsólarhringum á ári í um það bil 1650 sem er 65% aukning. Þjónusta af þessu tagi hefur verið fjölskyldum fatlaðra barna og ungmenna og reyndar fullorðinna afar mikilvæg stoð. Og tilkynnti ráðherra, við mikinn fögnuð viðstaddra að frá og með næstu mánaðamótum verður í boði skammtímaþjónusta í Heiðarholtinu allan sólarhringinn, allt árið.

 

Nánar um málið í Vef TV Víkurfrétta á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024