Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bylting í íbúalýðræði hjá Reykjanesbæ
Miðvikudagur 30. apríl 2014 kl. 14:32

Bylting í íbúalýðræði hjá Reykjanesbæ

Fyrir síðustu áramót setti Reykjanesbær í loftið íbúavef þar sem íbúar geta komið með ábendingar  og tillögur sem eru strax sendar til viðkomandi nefndar til umfjöllunar, ef tilskilinn fjöldi mælir með ábendingunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ.
 
Sérstaða þessa vefjar er ekki síst fólgin í því að starfsmaður Reykjanesbæjar vaktar vefinn og setur inn upplýsingar um afdrif hugmyndar eða hvar hún er stödd. Nú þegar hefur íbúi farið alla leið með slíka hugmynd sína og hugmyndin fengið góðar viðtökur í umhverfis- og skipulagsráði. Fleiri íbúar eru að fá góð viðbrögð við hugmyndum sínum frá samborgurum og viðbúið að hugmyndir þeirra fari fljótlega beint inn til viðkomandi nefnda.
 
Á fundi sem Árni Sigfússon bæjarstjóri hélt í Höfnum í gærkvöldi sagði hann:
 
„Þetta er liður í að efla raunverulegt íbúalýðræði þar sem íbúar geta komið með sínar ábendingar eða hugmyndir og þær þurfa lágan þröskuld til að fá umfjöllun ráða og jafnvel verða að tillögum í bæjarstjórn“.
 
Á fundinum var vefurinn kynntur og þar kom einnig fram að á heimasíðu bæjarins sé hægt að finna upplýsingar um íbúavefinn og íbúar geti strax farið að hafa áhrif, segir í tilkynningu Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024