Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bylting í húsnæðismálum lögreglu
Mánudagur 21. september 2009 kl. 15:29

Bylting í húsnæðismálum lögreglu


Óhætt er að segja að bylting hafi orðið í húsnæðismálum lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu en starfsemi hennar sem áður var í Grænás hefur nú verið flutt að Brekkustíg 39 í Njarðvík.

Húsnæðið í Grænás var byggt upp úr 1940 og var farið að kalla á umtalsvert viðhald. Þess utan hafði það fyrir löngu sprengt utan af sér starfsemina og var húsnæðisskortinum mætt með leigu á lausum skrifstofugámum á lóð lögreglustöðvarinnar. Þeir eru því úr sögunni.

Nýja húsnæðið mun hýsa rannsóknardeildina, yfirstjórn, skrifstofuhald og almenna afgreiðslu en almenna deildin og varðstofan verður á Hringbrautinni eins og verið hefur.

Á tímabili var rætt um að leysa húnsæðisvanda lögreglunnar með byggingu á nýju húsnæði sem jafnframt myndi hýsa Brunavarnir Suðurnesja en þau áform hafa verið sett í frost um óákveðin tíma vegna efnahagsástandsins. Húsnæðið á Brekkustíg mun vera hugsað sem lausn til næstu 10 ára.

Húsnæðið á Brekkustíg er á annarri hæð. Þeim sem þangað eiga erindi er bent á að ekið er inn á bílastæðin frá Brekkustíg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024