Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Byggt við lögreglustöðina
Föstudagur 13. júní 2003 kl. 10:00

Byggt við lögreglustöðina

Miklar framkvæmdir standa yfir við Lögreglustöðina í Keflavík, en verið er að byggja nýja álmu við stöðina. Að sögn Karls Hermannssonar yfirlögregluþjóns verður álman 162 fermetrar að stærð og í nýju álmunni verður kaffistofa, salerni og bílageymsla fyrir lögreglubifreiðar. Karl segir að tilkoma nýju álmunar muni breyta starfsaðstöðu Lögreglunnar í Keflavík til muna. Íslenskir Aðalverktakar vinna að verkefninu og er gert ráð fyrir að álman verði tilbúin þann 1. september.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024