SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Byggt við lögreglustöðina
Föstudagur 13. júní 2003 kl. 10:00

Byggt við lögreglustöðina

Miklar framkvæmdir standa yfir við Lögreglustöðina í Keflavík, en verið er að byggja nýja álmu við stöðina. Að sögn Karls Hermannssonar yfirlögregluþjóns verður álman 162 fermetrar að stærð og í nýju álmunni verður kaffistofa, salerni og bílageymsla fyrir lögreglubifreiðar. Karl segir að tilkoma nýju álmunar muni breyta starfsaðstöðu Lögreglunnar í Keflavík til muna. Íslenskir Aðalverktakar vinna að verkefninu og er gert ráð fyrir að álman verði tilbúin þann 1. september.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025