Byggt við Gerðaskóla
Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur samþykkt þriggja ára áætlun fyrir árin 2002 –2004. Samkvæmt áætlun á Gerðaskóli að vera einsetinn haustið 2002 en til þess þarf að byggja við skólann 4 nýjar kennslustofur. Þá er gert ráð fyrir að byggður verði samkomusalur.Sigurður Jónsson, sveitarstjóri, sagði að aðalinntakið í áætluninni væri að halda uppi sama þjónustustigi og nú er. „Að okkar mati er það verulega gott miðað við stærð sveitarfélagsins. Við gerum ráð fyrir áframhaldandi fjölgun íbúa og veita þarf fjármagni til að gera byggingalóðir klára. Í áætluninni er gert ráð fyrir að nýta þá útgreiðslu sem Gerðahreppur fær vegna samrunaáætlunar HS til að greiða upp áhagstæð lán“, segir Sigurður.
Þriggja ára áætlunin var samþykkt með 5 atkvæðum F og I -lista en fulltrúar H-listans sátu hjá.
Þriggja ára áætlunin var samþykkt með 5 atkvæðum F og I -lista en fulltrúar H-listans sátu hjá.