Byggt um allan bæ!
Ekki er slegið slöku við í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjanesbæ, enda er fjölgun bæjarbúa síðustu misseri fordæmalaus. Framkvæmdir við Hlíðarhverfi II ganga vel og þar eru að rísa tvö stór fjölbýlishús, eins og sjá má á myndinni.
Þá hafa verið lögð fram drög að 70 íbúða kjarna í tveimur byggingum við Pósthússtræti 7 og 9. Stefnt er að því að fyrstu íbúðirnar verði komnar í sölu á næsta ári og verði tilbúnar um áramótin 2023-4. Um er að ræða íbúðir með meiri lofthæð, sérstakri hönnun arkitekta og þá er hugað að stærð og staðsetningu glugga gagnvart útsýni, segir í kynningu á háhýsunum.