Byggt af krafti í blíðunni
Í dag er sannkölluð hauststilla á Suðurnesjum. Bjart og fallegt veður og það nýta iðnaðarmenn til fulls. Í Tjarnarhverfi í Reykjanesbæ eru smiðir og múrarar útivið. Meðfylgjandi mynd er tekin við Tjarnabraut 8 þar sem Hjalti Guðmundsson byggir 24 íbúða hús.
Fyrstu íbúðirnar verða tilbúnar um miðjan nóvember en húsið er það fyrsta sem er hærra en tvær hæðir í Tjarnarhverfi og óhætt að segja að af efstu hæð hússins sé frábært útsýni yfir Reykjanesbæ.
Sést vel yfir Njarðvík og Keflavík og raunar alla leið út í Helguvík.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Fyrstu íbúðirnar verða tilbúnar um miðjan nóvember en húsið er það fyrsta sem er hærra en tvær hæðir í Tjarnarhverfi og óhætt að segja að af efstu hæð hússins sé frábært útsýni yfir Reykjanesbæ.
Sést vel yfir Njarðvík og Keflavík og raunar alla leið út í Helguvík.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson