Byggja og bæta í kreppunni
Nokkuð er byggt af íbúðarhúsnæði og iðnaðarhúsum í Grindavíkurbæ þrátt fyrir kreppuna, segir á vef Grindavíkurbæjar. Alls eru fimm einbýlishús í byggingu þessa dagana, þar af tvö sem hafa verið í byggingu á annað ár. Búið er að sækja um byggingaleyfi fyrir þremur íbúðaraðhúsum til viðbótar og einni einbýlishúsalóð. Þá eru tvö iðnaðarhús í byggingu og unnið að stórri viðhaldsframkvæmd á blokkinni í Staðarhrauni.