Byggja nýtt fiskvinnsluhús í Sandgerði
Bæjarráð Sandgerðis hefur samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi af hafnarsvæði Sandgerðishafnar, svokallaðan Vesturbakka.
Tillagan var unnin af VSÓ og gerir ráð fyrir að sameina lóðir að Strandgötu 16 og Sjávarbraut 29-37 í eina 7.050 m2 lóð og afmarka nýjan 2.000 m2 byggingarreit á lóðinni. Framkvæmdir eru hafnar á þeirri lóð við byggingu á nýju fiskvinnsluhúsi.
Einnig er gert ráð fyrir að sameina lóðir og byggingarreiti við Sjávarbraut 1-7 í eina lóð og einn byggingarreit. Jafnframt er gert ráð fyrir að einfalda götunúmer við Sjávarbraut.