Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Byggja flóttamannabúðir við Sólbrekkur í dag
    Frá heræfingum við mótorkrossbrautina í Sólbrekkum fyrir fáeinum árum. Nú verða settar upp flóttamannabúðir á svæðinu - fyrir sjónvarpsauglýsingu. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • Byggja flóttamannabúðir við Sólbrekkur í dag
    Frá heræfingum við mótorkrossbrautina í Sólbrekkum fyrir fáeinum árum. Nú verða settar upp flóttamannabúðir á svæðinu - fyrir sjónvarpsauglýsingu.
Föstudagur 7. febrúar 2014 kl. 09:43

Byggja flóttamannabúðir við Sólbrekkur í dag

- aðstæður flóttamannabarna verða endurskapaðar með íslenskum börnum.

UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - óskar eftir sjálfboðaliðum til að hjálpa við heldur óvenjulegt verkefni í dag, föstudag. Nú á að fara að taka upp stóra auglýsingu þar sem aðstæður flóttamannabarna verða endurskapaðar með íslenskum börnum. True North framleiðir auglýsinguna og gefur vinnu sína og þurfa nauðsynlega aðstoð í dag við að setja upp leikmyndina, smíða og handlanga.

Staðsetningin er mótorkrossbrautin í Sólbrekku við Reykjanesbraut. Mæting upp úr kl.09:00 og unnið fram eftir degi.

„Við yrðum ólýsanlega þakklát ef einhverjir gætu tekið sig saman og hjálpað til, þó ekki væri nema í nokkra klukkutíma,“ segir í tilkynninu frá UNICEF. Allar frekari upplýsingar gefur Sólveig, kynningarfulltrúi UNICEF, í síma 861 1592.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024