Byggja dælustöð við Aragerði fyrir fráveitu
Byggð verði dælustöð fyrir fráveitu í Sveitarfélaginu Vogum við Akurgerði og þrýstilögn lögð að Hafnargötu. Þetta kemur fram í tillögum varðandi útfærslu á fráveituframkvæmdum í sveitarfélaginu 2018 og tekið var fyrir í bæjarráði í síðustu viku.
Farið yfir valkosti varðandi framkvæmdir við endubætur fráveitukerfis sveitarfélagsins og bæjarstjóra falið að hefja undirbúning framkvæmdarinnar sem tekur mið af því að byggð verði dælustöð við Akurgerði og þrýstilögn lögð að Hafnargötu, eins og áður segir.