Byggja 50 leiguíbúðir í Reykjanesbæ á tveimur árum
Fyrsta skóflustungan að nýju 4ra íbúða húsi við Þórustíg 6 í Njarðvík var tekin nú kl. 14 í dag. Það er verktakafyrirtækið Húsanes sem byggir íbúðirnar en fyrirtækið er nú að fara af stað með smíði á 18 íbúðum fyrir Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. Það var Ragnar Jónasson sem tók fyrstu skóflustunguna að viðstöddu fjölmenni. Þórustígur 6 er síðasta byggingalóðin við götuna, en þessi lóð hefur staðið óbyggð í annars rótgróinni götu til fjölda ára.Húsanes mun einnig byggja 14 íbúðir við Framnesveg. Þá hefur einnig verið gengið frá því að fyrirtækið mun byggja 32 íbúðir í Reykjanesbæ sem fara á almennan leigumarkað. Eftir tvö ár verða því 50 nýjar íbúðir á leigumarkaði í Reykjanesbæ.