Byggingarnefnd grunnskóla verði stofnuð í Grindavík
Fræðslunefnd Grindavíkurbæjar leggur til við bæjarráð að stofnuð verði byggingarnefnd grunnskóla. Lagt er til að nefndin verði skipuð þremur aðilum, einum með þekkingu á grunnskólamálum, einum með þekkingu á byggingarmálum og einum bæjarfulltrúa. Nefndinni til fulltingis verði sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri skipulagssviðs.
Þá leggur nefndin áherslu á að aðgangur hagsmunaaðila að vinnunni verði skilgreindur strax í upphafi. Jafnframt er mikilvægt að störfum nefndarinnar verði markaður tímarammi, segir í fundargerð fræðslunefndar frá sl. fimmtudegi.