Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Byggingarleyfið stendur
Fimmtudagur 15. janúar 2009 kl. 08:39

Byggingarleyfið stendur



Kröfu Náttúruverndarsamtaka Íslands um að ógilda ákvarðanir sveitarstjórnar Garðs og bæjarráðs Reykjanesbæjar um að veita leyfi til byggingar álvers í Helguvík er hafnað af Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. 
Í úrskurði nefndarinnar segir að ákvarðanir sveitarstjórnanna frá því í fyrrasumar hafi ekki haft nokkra annmarka sem leiða ættu til ógildingar ákvarðananna. Skipulagsstofnun telji að álverið sjálft valdi ekki verulegum neikvæðum og óafturkræfum áhrifum. Rétt hafi verið hjá Reykjanesbæ og Garði að líta fram hjá fyrirvara Skipulagsstofnunar um hugsanleg áhrif tengdra framkvæmda. Engin lagaheimild væri fyrir slíkum fyrirvara.

Fréttablaðið greinir frá.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/HBB -Fyrir áramót hófst vinna við gerð kerskála í Helguvík.