Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Byggingafulltrúi samþykkti of háa byggingu Silicon
Sunnudagur 30. apríl 2017 kl. 15:26

Byggingafulltrúi samþykkti of háa byggingu Silicon

Ljóst er að byggingafulltrúi Reykjanesbæjar gerði mistök þegar hann samþykkti teikningar af kísilveri United Silicon en þær gerðu ráð fyrir 13 metrum hærri byggingu en deiliskipulag leyfði. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri staðfestir það í pistli á Facebook í dag þar sem hann leiðréttir einnig villu í frétt RÚV um að Umhverfis- og skipulagsráð hafi samþykkt byggingarleyfið. Samþykktin hafi verið hjá embætti byggingafulltrúa bæjarins.

Í pistili bæjarstjóra segir:
„Í sjónvarpsfréttum RUV sl. föstudagskvöld, 28. apríl, var því haldið fram að Umhverfis og skipulagsráð og bæjarfulltrúar hefðu komið að samþykkt og veitingu byggingarleyfis kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Þetta er rangt. Hið rétta er að embætti byggingarfulltrúa er, skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010, eini aðilinn auk Mannvirkjastofnunnar sem getur veitt byggingarleyfi. Rangfærslan var leiðrétt í hádegisfréttum RUV núna áðan, sunnudaginn 30. apríl.
Tímalínan í málinu var annars þannig:
Á 217. Afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, sem haldinn var þ. 9. nóv. 2015, er eftirfarandi bókað sem 4. mál:
„Stakksbraut 9 mhl. 08 og 09 (mhl. er skammstöfun á „matshluti“ innsk. kmk) Umsókn um byggingarleyfi -1511003
Sótt er um byggingarleyfi fyrir nýbyggingum sem hýsa búnað fyrir reykhreinsun og pökkunarstöð (sem eru þessi háu mannvirki sem málið snýst um – innsk. kmk) fyrir kísilryk hluta af reykhreinsivirki er virki til að kæla loft frá ofni verksmiðjunnar – kælivirki. 
Samkvæmt aðaluppdráttum frá MarkStofunni dagsettir 12.10.2015
Samþykkt
Fundargerð Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa fór síðan fyrir 179. fund USK ráðs til kynningar (en ekki samþykktar þar sem byggingarfulltrúi var búinn að afgreiða málið eins og lögin gera ráð fyrir- innsk. kmk) þ. 8. des. 2015 og í fundargerð segir „lagt fram“.
Fundargerð 179. fundar USK ráðs fer fyrir 490. fund bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þ. 15. des. 2015 og er samþykkt 11-0.
- Teikningar voru svo stimplaðar og staðfestar af byggingarfulltrúa þ. 18. nóv. 2015 –
Embætti byggingarfulltrúa afgreiddi sem sagt málið á áðurnefndum afgreiðslufundi en USK ráð og bæjarstjórn fengu afgreiðsluna til kynningar, ekki samþykktar.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í frétt RÚV í dag segir að arkitekt United Silicon hafi ekki vitað af því að skipulaginu hefði verið breytt þegar hann teiknaði verksmiðjuna (of háa). Hann gerði teikningarnar í samræmi við drög að skipulagi sem höfðu verið auglýst. Skipulagið breyttist svo í athugasemdaferli án þess að arkitektinn hefði verið látinn vita.
Tvær byggingar í verksmiðju United Silicon í Helguvík eru hærri en gildandi skipulag heimilar. Hæsta byggingin á efri stalli er þrjátíu og átta metrar en skipulagið heimilar aðeins tuttugu og fimm metra háa byggingu á efri stalli. Byggingarfulltrúinn samþykkti teikningarnar þrátt fyrir þetta, og byggt var eftir þeim.
Magnús H. Ólafsson, arkitekt verksmiðjunnar, segir að teikningarnar sem hann hafi gert hafi verið samkvæmt drögum að skipulagi frá vorinu 2015. Þar var hámarkshæð bygginga 45 metrar á efri stalli. Athugasemdir hafi komið og skipulagið svo aftur auglýst í júlí. Þá var búið að lækka hæðina í 25 metra, segir í frétt RÚV.